Sturlunga saga

Sturlunga saga eða Sturlunga er íslenskt fornrit sem greinir frá valdabaráttu höfðingjaætta, sókn konungsvalds og kirkju og endalokum þjóðveldis. Sturlunga dregur nafn sitt af ætt Sturlunga, en svo voru afkomendur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum nefndir. Hún er mikilvæg heimild um sögulega viðburði á Íslandi og veitir innsýn í hugmyndaheim og lífsskoðun Íslendinga á 13. öld. Hún er rituð af ýmsum höfundum en þekktastur er Sturla Þórðarson (1214 – 1284) og er hann talinn hafa lagt mest af mörkum til ritsins.#

Þessi rafbók er að að mestu byggð á texta úr Fornritasafnsgrunni Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem deilt er með leyfinu CC BY 3.0. Tímalína fengið af vefnum Heimskringlu en er upprunalegu úr útgáfu Guðna Jónssonar.

HTML Kindle Epub

Að ljóslesa skönnuð skjöl í Linux

Óli Gneisti og Svavar Kjarrval hafa undanfarið verið að koma hæstaréttardómum á rafrænt form. Svavar hefur skannað og Óli hefur séð um að ljóslesa og setja á vefinn. Ef einhverjir hafa áhuga á að ljóslesa efni á íslensku með frjálsum forritum í Linux þá eru hérna upplýsingar um vinnuferlið.

Forrit

Tesseract er ljóslestrarforrit. Það er orðið mjög gott í að skilja íslensku, svo lengi sem það hefur íslensku viðbótina og orðabók.

gImageReader er grafískt viðmót fyrir Tesseract með nokkrum ágætum viðbótum.

Deskew Tools tekur myndir af skjölum og snýr þeim þannig að línurnar séu beinar og það auðveldar ljóslestur. Það að nota Deskew Tools á hverja einustu mynd er fullmikil vinna þannig að hægt er að nota þetta script til að vinna allar myndir í ákveðinni möppu.

ImageMagick hjálpar við að snúa myndum, breyta á milli myndsniða, klippa af myndum og svo framvegis.

gscan2pdf er forrit sem lofar góðu en virkar ekki alltaf alveg sem skildi. Það gæti þá séð um að skanna, að laga skekkjur, að klippa til, að ljóslesa og breyta í PDF skjal.

Rafbókaforrit

Við erum ekki að breyta skönnuðu skjölunum í rafbækur en þar sem það er oft næsta skref þá er gott að benda á þessi forrit.

Sigil býr rafbækur, ePub.

Calibre hefur umsjón með tilbúnum rafbókum og getur breytt milli sniða.

Vinnuferlið

Þó skannar geti gefið frá sér tilbúin PDF skjöl þá er betra að vinna með PNG skjöl nema að allar textalínur séu beinar. Fyrst er að passa að skjölin snúa rétt, ef ekki þá er hægt að snúa þeim með ImageMagick. Næst notum við Deskew Tools til að laga allar skekkjur. Þegar það er komið þá getum við notað IM til að klippa utan af myndum. Við getum líka sleppt því og nota IM til að búa til PDF skjal.

Við opnum PDF skjalið í gImageReader. Við stillum það á íslensku. Við getum valið hvort við viljum fá hreinan texta úr ljóslestrinum og þá veljum við „Plain text“ en ef við viljum gera skannaða PDF leitarbært þá veljum við hOCR/PDF. Þá getum við smellt á Recognize og þá fer ljóslesturinn af stað. Ljóslesturinn getur tekið langan tíma. Þegar það er tilbúið er hægt að keyra út PDF skjal með ósýnilegum texta.

Skipanir

Stundum byrjum við með JPG myndir sem snúa vitlaust. Svona breytum við þeim í PNG og snúum þeim rétt.
mogrify -format png -rotate „270“ *.jpg

Klippa og smækka. Fuzz og Trim taka utan af skjalinu. Skjölin eru stundum stærri en ljóslestrarforritið þarf þannig að þau eru minnkuð með Resize.
mogrify -fuzz 1% -trim -resize 1800 +repage *.png

Svona búum við til PDF skjal úr PNG.
convert *.png hdomar.pdf

Odysseifskviða – Hómer

Odysseifskviða (forngríska: Ὀδύσσεια, Odysseia) er annað tveggja sögukvæða sem eignað er forngríska skáldinu Hómer. Kvæðið er talið vera frá síðari hluta 8. aldar f.Kr. Það fjallar um heimför grísku hetjunnar Odysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.

Odysseifskviða er um 12 þúsund ljóðlínur og því styttri en Ilíonskviða sem er tæplega 15.700 línur. Venjulega er Odysseifskviða talin vera yngra verk en Ilíonskviða.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá

Kúgun kvenna / John Stuart Mill

Kúgun kvennaKúgun kvenna er bók eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill þar sem hann rökstuddi aukin réttindi kvenna út frá nytjastefnu. Bókin, sem er hugsanlega einnig skrifuð af Harriet Taylor Mill, kom út á frummálinu árið 1869. Strax ári seinna þýddi Georg Brandes bókina og kom hún út þá í Danmörku undir titlinum Kvindernes Underkuelse. Bókin var þýdd á íslensku af Sigurði Jónassyni og gefin út af Hinu íslenska kvenfélagi árið 1900 og hafði mikil áhrif í kvenfrelsisbaráttu.

Epub / Kindle / Html (í þjappaðri skrá) / Textaskrá

Heiðna Biblían – Nýja testamentið

coverBiblíuþýðingin frá 1908 sem Haraldur Níelsson stýrði var mjög umdeild og fékk viðurnefnið „Heiðna Biblían“. Hér er komið Nýja testamentið. Hægt er að hjálpa til við að koma Gamla testamentinu á rafrænt form með því að taka þátt í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefins.

EpubKindle (Html skjöl að neðan) Halda áfram að lesa

Opinberun Jóhannesar

1

Opinberun Jesú Krists, sem Guð gaf honum, til að sýna þjónum sí­num það sem verða á innan skamms. Og hann sendi engil sinn, og lét hann tákna það fyrir Jóhannesi, þjóni sí­num, 2 honum sem bar vitni um orð Guðs og um vitnisburð Jesú Krists, um alt það er hann sá. 3 Sæll er sá, er les, og þeir sem heyra orð spádómsins og varðveita það sem ritað er í honum, því að tíminn er í­ nánd. Halda áfram að lesa

Hið almenna bréf Júdasar

1

Júdas, þjónn Jesú Krists og bróðir Jakobs, til hinna kölluðu, sem eru elskaðir í Guði föður og varðveittir Jesú Kristi til handa: 2 miskunn og friður og kærleiki margfaldist yður til handa. 3 Þér elskaðir, þegar eg hafði allan huga á að rita yður um hið sameiginlega hjálpræði vort, þá var eg neyddur til að rita yður, til að áminna yður um að berjast af kappi fyrir þá trú, sem heilögum hefir einu sinni verið fengin í hendur. 4 Því að inn hafa læðst nokkurir menn, sem fyrir löngu voru fyrirfram innritaðir til þessa dóms, óguðlegir menn, sem vanbrúka náð Guðs vors til ólifnaðar, og afneita vorum einasta lávarði og drotni, Jesú Kristi. Halda áfram að lesa

Þriðja bréf Jóhannesar

1

Öldungurinn til hins elskaða Gajusar, sem eg elska í sannleika. 2 Þú hinn elskaði, eg bið þess, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel. 3 Því að eg varð harla glaður, þegar bræður komu og vitnuðu um sannleika þinn, eins og þú framgengur í sannleika. 4 Eg hefi enga meiri gleði en þá, að heyra að börnin mín framgangi í sannleikanum. Halda áfram að lesa