Skytturnar II: Englandsförin – Alexandre Dumas

Skytturnar II: EnglandsförinHér er um að ræða aðra bókina af fjórum um Skytturnar. Sú fyrsta er þegar aðgengileg. Tvær eru enn í yfirlestri á dreifða prófarkalestursvefnum. Með þinni aðstoð verða þær fyrr tilbúnar.

Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexandre Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.

Kindle / Epub / Texti / HTML

Velkomin frá Agli og Kiljunni

Þessi færsla er ætluð þeim sem annað hvort lásu um Rafbókavefinn hjá Agli Helgasyni eða sáu umfjöllun um vefinn í Kiljunni (sem er þó ekki búið að sýna þegar þetta er birt).

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í yfirlestri þá gott að horfa fyrst á þetta kennslumyndband og skrá sig síðan á prófarkalestursvefinn.

Ef þú vilt fá rafbækur er auðveldast að taka inn þessa þjöppuðu skrá sem inniheldur allar nema þrjár nýjustu rafbækurnar. Þá mælum við með forritinu Calibre til að halda utan um rafbókasafnið. Þó er einnig hægt að taka inn hverja bók fyrir sig (m.a. í innbyggðum vafra Kindle rafbókalesara).

Rafbækurnar á Rafbókavefnum eru nær allar í bæði almennu formi (Epub) fyrir flestar gerðir spjaldtölva og rafbókalesara og hins vegar á formi fyrir Kindle (Mobi). Þar að auki eru flestar bækur sem hafa verið lesnar yfir hjá okkur einnig á hreinu textaformi og sem vefskjal sem hægt er að opna í vafra.

Bylting á íslenskum bókamarkaði

amazon-kindle-logoÍ gær varð bylting (það ætti kannski að segja stór bylting eða gjörbylting) á íslenskum bókamarkaði þegar bárust fréttir af því að hægt væri að kaupa íslenskar rafbækur beint af Amazon.

Við höfum haft rafbækur í mörg ár en það hefur verið eins og þegar Bretar byrjuðu að selja skyndibita, hann var vondur og það tók langan tíma að útbúa hann. Við höfum haft rafbækur en þær hafa verið dýrar og ferlið við að kaupa þær hefur verið flókið (auðveldara hjá t.d. Emmu samt). Við sem höfum átt t.d. Kindle vitum hve þægilegt það er að klára eina bók, skreppa á Amazon í rafbókalesaranum og kaupa strax nýja bók sem hægt er að lesa strax. Einn smellur, hvort sem það er í tölvu, snjalltæki eða rafbókalesara og þá er rafbókin komin. Ekkert vesen. Í gær gaf ég rafbók afmælisgjöf, bara að fylla út netfangið og kaupa og eftir örfáar mínútur gat afmælisbarnið sótt bókina.

Kostirnir við að versla við Amazon eru gríðarlegir þó við ættum öll að vera meðvituð um hve stórt fyrirtækið er orðið. Amazon hefur, ólíkt t.d. Barnes and Noble sem selur Nook, heimild til að selja erlendar bækur til Íslands. Það er hægt að versla við Amazon án þess að eiga Kindle tæki því þú getur notað Kindle smáforritið.

Ég hef ekki athugað allar bækurnar sem eru í boði á Amazon en í fljótu bragði sýnist mér að verðið sé þolanlegt, t.d. virðist ódýrara að kaupa Rökkurhæðir á rafbókaformi heldur en prentaða. Maður veltir þó fyrir sér hvernig gengismál eiga eftir að hafa áhrif á verðið, dollarinn er t.d. mjög verðlítill núna en hvað gerist ef hann hækkar?

Það er óhugsandi annað en að aðrar íslenskar bókaútgáfur fylgi í kjölfarið og fari að selja á Amazon. Spurningin er bara hvað það tekur langan tíma og hvort að Forlagið verði næst inn eða síðast í röðinni.

Óli Gneisti Sóleyjarson

Þúsund og ein nótt – 1. bindi

Þúsund og ein nótt (arabíska: كتاب ألف ليلة وليلة – kitāb ‘alf laylah wa-laylah; persneska: هزار و یک شب – ḥezār-o yak šab) er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sjarjar og konu hans Sjerasade. Sumar af sögunum eru síðan sjálfar rammafrásagnir. Fjöldi sagnanna (eða nóttanna) er líka misjafn eftir útgáfum.

Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara.

Hér þýðing Steingríms Thorsteinssonar sem kom fyrst út árið 1857.

Epub / Kindle / HTML (með myndum í þjappaðri skrá) / Texti

Heiðinn siður á Íslandi – Ólafur Briem

Heiðinn siður á ÍslandiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Kunnasta rit hans mun HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI sem kom upprunalega út árið 1945 en þessi rafbók byggir á nýrri útgáfu endurskoðaðri og aukinni sem kom út árið 1985. Bókin greinir frá átrúnaði forfeðra okkar í árdögum Íslandsbyggðar og hefur talist öndvegisrit um íslensk fræði í fjóra áratugi en lengi verið ófáanleg á almennum markaði. Má þess vegna ætla að lærðir og leikir fagni því að HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI skuli gefinn út aftur. Þó nokkuð sé um liðið frá útgáfu hennar er hún enn traust heimild. Bókin skilgreinir heiðinn sið, trú og guði fornmanna og áhrif heiðninnar á menningu okkar og þjóðhætti en meginkaflar hennar bera þessar fyrirsagnir: Goð, Landvættir, Dauðir menn, Hof og blót og Örlög heiðninnar. HEIÐINN SIÐUR Á ÍSLANDI er einstakt rit á sviði íslenskra fræða og merkilegt framlag til sögu og mennta.

Epub / Kindle

Norræn goðafræði – Ólafur Briem

Norræn goðafræðiÓlafur Briem (1909-1994) fyrrum menntaskólakennari á Laugarvatni var bæði vandvirkur fræðimaður og listrænn rithöfundur. Bókin NORRÆN GOÐAFRÆÐI var endurprentuð sex sinnum frá því að hún kom fyrst út árið 1940 – síðast árið 1991. Nú hefur bókin er bókin loks fáanleg á rafbókaformi.

NORRÆN GOÐAFRÆÐI er inngangsrit og hentar vel til kennslu. Í henni er fjallað um goðin og aðrar yfirnáttúrulegar verur í trú norrænna manna. Einng er fjallað um einstakar goðsögur og heimsmynd norrænna manna.

Epub / Kindle

Námsskeið: Búðu til frjálsar rafbækur

Rafbókavefurinn býr til og dreifir gjaldfrjálst rafbókum á íslensku. Þetta eru bækur sem eru komnar úr höfundarétti og bækur sem dreift er með leyfi höfundarétthafa. Nú þegar eru 125 rafbækur aðgengilegar á vefnum.

Rafbókavefurinn vinnur bæði með léttefni og hámenningu. Af hámenningu má nefna Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Hómerskviður, Þúsund og eina nótt og Heiðnu-Biblíuna.

Til að breyta prentaðri bók í rafbók þarf fyrst að mynda hana með sérstökum bókaskanna. Næst breytir forrit myndunum í texta með svokölluðum ljóslestri. Að lokum hjálpa sjálfboðaliðar við að lagfæra villur sem verða alltaf þegar mynd er breytt í texta (sérstaklega þegar um er að ræða sér-íslenska stafi).

Sjálfboðaliðar skrá sig í sérstakt vefkerfi þar sem þeir fá annars vegar mynd af blaðsíðu og hins vegar ljóslesinn texta sem þeir geta leiðrétta til samræmis við frumtextann.

Nú býður Rafbókavefurinn í samvinnu við Landsbókasafnið upp á námskeið þar sem væntanlegum sjálfboðaliðum verður kennt á vefkerfið.

Námskeiðin verða þrjú og eru haldin á Þjóðarbókhlöðunni. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á Facebook.

Þriðjudagurinn 18. febrúar kl. 20:00

Þriðjudagurinn 25. febrúar kl. 20:00

Þriðjudagurinn 4. mars kl. 20:00

Allar bækur af Rafbókavefnum (30. janúar 2014)

Markmið Rafbókavefsins er ekki að fá sem flestar heimsóknir á vefinn heldur að dreifa rafbókum sem víðast. Til þess að auðvelda þessa dreifingu höfum við búið til þjappaða skrá með öllum rafbókum sem eru komnar á vefinn í dag.

En við biðjum þá sem hala niður þessari skrá að hjálpa okkur aðeins. Dreifið þessari færslu hér sem víðast til þess að hjálpa okkur að fá bæði dreifingu á efninu og sjálfboðaliða í dreifða prófarkalesturskerfið okkur.

Í dreifðum prófarkarlestri er farið yfir texta bóka sem hefur verið skannaðar inn og ljóslesnar (í ljóslestri er mynd af blaðsíðu breytt í texta). Allur ljóslestur, sérstaklega á íslenskum texta, er ófullkominn og krefst þess að mannsaugað fari yfir til að finna villur.

Til þess að hjálpa sjálfboðaliðum að læra á prófarkalesturskerfið okkar höfum við búið til kennslumyndband sem sýnir hvernig kerfið virkar (það er ekki sérstaklega flott en það ætti að vera gagnlegt). Eins og sést í myndbandinu þá er ekki sérstök þörf á sérstökum hæfileikum í íslensku til að finna villur enda er alltaf hægt að bera textann saman við mynd af blaðsíðu bókarinnar.

Endilega skráið ykkur á dreifða prófarkalesturskerfið. Þar má m.a. lesa yfir texta Hómerskviðna, Biblíunnar (frá 1908), þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar og einnig ýmislegt léttmeti.

Að lokum er skráin með þeim 125 bókum sem birst hafa á Rafbókavefnum til þessa: RBV300114

Safnið í þessari skrá er ætlað fyrir Calibre rafbókaumsjónarforritið en það þarf þó ekki að hafa forritið uppsett (mæli þó sterklega með því). Allar bækurnar eru í bæði Epub og Mobipocket (Kindle) formi sem ætti að tryggja að allir geti lesið þær.

Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli – Anna Dóra Antonsdóttir

Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelliVoðaskotið er saga um voveiflegt dauðsfall vinnukonu og eftirmála þess. „Þar lá kvenmaður á loftinu og byssa undir henni. Hélt ég fyrst að yfir hana hefði liðið en þegar ég gætti betur að sá ég að hún var blóðug á höfði. Ég lyfti henni upp og sá þá að hún var dauð.“ Þannig fórust orð einu aðalvitninu í þessu sérstæða sakamáli sem aldrei var til lykta leitt. Yfirvöld hliðruðu sér hjá dómi en alþýða manna ekki og alþýðudómstóllinn er miskunnarlaus. VOÐASKOTIÐ er öðrum þræði saga 19. aldar mannsins, Hans Baldvinssonar frá Upsum. Höfundur sögunnar er einn niðja hans, Anna Dóra Antonsdóttir. Hún er fædd og alin upp á Dalvík og þekkir því sögusviðið vel. Í þessari bók varpar hún ljósi á sakamál sem legið hefur í þagnargildi í 160 ár.

Voðaskotið kom fyrst út árið 1998 og er í dreifingu á Rafbókavefnum með sérstöku leyfi Önnu Dóru. Hér að neðan má sjá ritaskrá hennar.

Kindle / Epub

Anna Dóra Antonsdóttir: Ritaskrá

Bardaginn á Örlygsstöðum (2013 – unglingabók)
Hafgolufólk (2012 – skáldsaga)
Húsfrú Þórunn Jónsdóttir á Grund (2007 – Ma-ritgerð í sagnfræði)
Brúðkaupið í Hvalsey (2006 – söguleg skáldsaga)
Konan sem fór ekki á fætur (2003 – smásögur)
Huldur – meðhöf: Kristrún Guðmundsd. (2001 – skáldsaga)
Hefurðu farið á hestbak? (1998 – barnabók)
Voðaskotið (1998 – söguleg skáldsaga)
Refabyggðin – lesin í útv. (1998 – barnabók)
Sjór (1998 – smásaga Mbl.)