Odysseifskviða (forngríska: Ὀδύσσεια, Odysseia) er annað tveggja sögukvæða sem eignað er forngríska skáldinu Hómer. Kvæðið er talið vera frá síðari hluta 8. aldar f.Kr. Það fjallar um heimför grísku hetjunnar Odysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.
Odysseifskviða er um 12 þúsund ljóðlínur og því styttri en Ilíonskviða sem er tæplega 15.700 línur. Venjulega er Odysseifskviða talin vera yngra verk en Ilíonskviða.#
EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá



Eddukvæði eru fornnorræn kvæði, sem skiptast í goðakvæði og hetjukvæði. Um aldur þeirra hefur verið deilt. Þau hafa oft verið talin ort á tímabilinu frá síðari hluta 9. aldar til um það bil 1100. Sumir telja þó kvæðin, í þeirri mynd sem þau hafa varðveist í, ekki vera miklu eldri en 13. aldar ritin þar sem þau er að finna. Menn eru ekki á einu máli um það hvar þau hafi verið ort og hefur verið haldið fram Íslandi, Noregi, Grænlandi og jafnvel Færeyjum og Vestureyjum. Þekktustu goðakvæðin eru Völuspá og Hávamál en hetjukvæðin eru ort um afrek hetja eins og Völsunga og Niflunga. Þessi rafbók er byggð á útgáfu Guðna Jónssonar og er textinn fenginn frá
Bókin Tólf þrautir Heraklesar kom fyrst út árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlingssonar. Í henni er rakin gríska goðsagan af Heraklesi (eða Herkúlesi ef við notum rómverska heitið). Bókin var ætluð börnum þegar hún kom út en þó er rétt að benda foreldrum á að lesa hana fyrst enda hafði fólk aðrar uppeldisfræðilegar hugmyndir á þeim tímum.