Hér er komin fyrsta sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Tvær aðrar munu birtast á næstu dögum og þrjár til viðbótar eru í yfirlestri í dreifða prófarkalestri Rafbókavefsins. Ef þið viljið fleiri sögur þá getið þið hjálpað til við yfirlesturinn.
Sögur herlæknisins hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúma öld. „Þær eru hvorki meira né minna en tveggja alda saga Svía og Finna, eða landanna frá upphafi Gústafs Adólfs til Gústafs þriðja, framsett í skáldlegri búnings meðferð og með mikilli list og kunnáttu. Þær mynda samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. Umgjörðina myndar hinn hugsaði gamli finnski fræðiþulur, herlæknirinn Bekk. Hann býr eins og húsmaður hjá góðu fólki í Ábæ, og segir því sögur (á finnskan hátt) í ljósaskiptunum, þegar öll veröldin er komin í kyrrð og „amma gamla“ og börnin ásamt fáeinum húsvinum er sezt að uppi á kvistlofti karls.“
Rupert Hentzau er framhald bókarinnar
Fanginn í Zenda er klassísk ævintýrasaga sem margar kynslóðir Íslendinga þekkja. Enskur herramaður heimsækir ríkið Rúritaníu vegna tengsla sinna við konungsfjölskylduna. Hann þarf óvænt að leika stórt hlutverk í erjum og ástarmálum konungsins og nánustu ættingja hans. Sögunni verður haldið áfram í
„Jón Trausti gerði áhrifamikla skáldsögu, sem heitir Söngva-Borga. Þar er byggt á sannsögulegum atburðum úr lífi þessarar Söngva-Borgu sem var dóttir Jón Sigmundssonar […] og eitt átaklegasta dæmi íslandssögunnar um fórnardýr helvítiskenningarinnar gömlu.“ (Gunnar Benediktsson, Verkamaðurinn, 14. tbl., 45. árg)
„Veislan á Grund byggir á þeim atburðum sem urðu á bænum Grund í Eyjafirði 1362 þar sem Norðlendingar drápu óvinsælan hirðstjóra, Smið Andrésson, og lögmanninn Jón skráveifu, í Grundarbardaga.“
Hækkandi stjarna fjallar um þau feðgin Björn bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans Vatnsfjarðar-Kristínu (Jón Jónsson – Skírnir, 1916).
Smásaga eftir Mark Twain um ungan bandarískan mann sem stendur óvænt uppi peningalaus á götum Lundúnaborgar.
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um sérstæðar persónur í villta vestrinu.
Bréfstuldurinn eftir Edgar Allan Poe er þriðja saga hans um Dupin. Með þessum sögum varð til ný gerð af bókum – einkaspæjarasagan. Þessar sögur höfðu m.a. mikil áhrif á sögurnar um Sherlock Holmes.
Spennusaga sem teygir sig frá fjalllendi Afganistan alla leið heim til Íslands.