Ævintýri og sögur H.C. Andersen eru hluti af menningarvitund Vesturlanda. Vísanir í sögurnar auðga mál okkar. Við værum til að mynda fátækari ef við gætum ekki sagt að keisarinn sé ekki neinum fötum með vissu um að áheyrendur skildu hvað við ættum við. Hér er safnað saman þýðingum Steingríms Thorsteinssonar á þessum sögum.
Kindle (öll þrjú bindin í einu) / Epub (öll þrjú bindin í einu) / HTML + myndir (zip) / Textaskjal
Í þessu bindi er að finna sögurnar: Hafmeyjan litla, Eldfærin, Förunauturinn, Brellni drengurinn, Murusóleyin, Rósarálfurinn, Ljóti andarunginn, Óli Lokbrá, Flibbinn, Engillinn, Litla stúlkan með eldspýturnar, Klukkan, Grenitréð, Vatnsdropinn, Paradísargarðurinn, Næturgalinn.
Rétt er að minna foreldra á að þetta eru ekki sögur eins og við finnum í dauðhreinsuðum bókum nútímans. Sumar eru hryllilegar og því er rétt að lesa þær yfir áður en þær eru lesnar fyrir börn.
Fanginn í Zenda er klassísk ævintýrasaga sem margar kynslóðir Íslendinga þekkja. Enskur herramaður heimsækir ríkið Rúritaníu vegna tengsla sinna við konungsfjölskylduna. Hann þarf óvænt að leika stórt hlutverk í erjum og ástarmálum konungsins og nánustu ættingja hans. Sögunni verður haldið áfram í
„Jón Trausti gerði áhrifamikla skáldsögu, sem heitir Söngva-Borga. Þar er byggt á sannsögulegum atburðum úr lífi þessarar Söngva-Borgu sem var dóttir Jón Sigmundssonar […] og eitt átaklegasta dæmi íslandssögunnar um fórnardýr helvítiskenningarinnar gömlu.“ (Gunnar Benediktsson, Verkamaðurinn, 14. tbl., 45. árg)
„Veislan á Grund byggir á þeim atburðum sem urðu á bænum Grund í Eyjafirði 1362 þar sem Norðlendingar drápu óvinsælan hirðstjóra, Smið Andrésson, og lögmanninn Jón skráveifu, í Grundarbardaga.“
Hækkandi stjarna fjallar um þau feðgin Björn bónda Einarsson Jórsalafara og dóttur hans Vatnsfjarðar-Kristínu (Jón Jónsson – Skírnir, 1916).
Smásaga eftir Mark Twain um ungan bandarískan mann sem stendur óvænt uppi peningalaus á götum Lundúnaborgar.
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um sérstæðar persónur í villta vestrinu.
Bréfstuldurinn eftir Edgar Allan Poe er þriðja saga hans um Dupin. Með þessum sögum varð til ný gerð af bókum – einkaspæjarasagan. Þessar sögur höfðu m.a. mikil áhrif á sögurnar um Sherlock Holmes.
Spennusaga sem teygir sig frá fjalllendi Afganistan alla leið heim til Íslands.
Kaupstaðarsaga frá síðustu áratugum nítjándu aldar.