Þúsund og ein nótt (arabíska: كتاب ألف ليلة وليلة – kitāb ‘alf laylah wa-laylah; persneska: هزار و یک شب – ḥezār-o yak šab) er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sjarjar og konu hans Sjerasade. Sumar af sögunum eru síðan sjálfar rammafrásagnir. Fjöldi sagnanna (eða nóttanna) er líka misjafn eftir útgáfum.
Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara.
Hér þýðing Steingríms Thorsteinssonar sem kom fyrst út árið 1857.


Voðaskotið er saga um voveiflegt dauðsfall vinnukonu og eftirmála þess. „Þar lá kvenmaður á loftinu og byssa undir henni. Hélt ég fyrst að yfir hana hefði liðið en þegar ég gætti betur að sá ég að hún var blóðug á höfði. Ég lyfti henni upp og sá þá að hún var dauð.“ Þannig fórust orð einu aðalvitninu í þessu sérstæða sakamáli sem aldrei var til lykta leitt. Yfirvöld hliðruðu sér hjá dómi en alþýða manna ekki og alþýðudómstóllinn er miskunnarlaus. VOÐASKOTIÐ er öðrum þræði saga 19. aldar mannsins, Hans Baldvinssonar frá Upsum. Höfundur sögunnar er einn niðja hans, Anna Dóra Antonsdóttir. Hún er fædd og alin upp á Dalvík og þekkir því sögusviðið vel. Í þessari bók varpar hún ljósi á sakamál sem legið hefur í þagnargildi í 160 ár.
Eddukvæði eru fornnorræn kvæði, sem skiptast í goðakvæði og hetjukvæði. Um aldur þeirra hefur verið deilt. Þau hafa oft verið talin ort á tímabilinu frá síðari hluta 9. aldar til um það bil 1100. Sumir telja þó kvæðin, í þeirri mynd sem þau hafa varðveist í, ekki vera miklu eldri en 13. aldar ritin þar sem þau er að finna. Menn eru ekki á einu máli um það hvar þau hafi verið ort og hefur verið haldið fram Íslandi, Noregi, Grænlandi og jafnvel Færeyjum og Vestureyjum. Þekktustu goðakvæðin eru Völuspá og Hávamál en hetjukvæðin eru ort um afrek hetja eins og Völsunga og Niflunga. Þessi rafbók er byggð á útgáfu Guðna Jónssonar og er textinn fenginn frá
Í bæklingnum er rakin saga vélskipsins Skaftfellings, sem var í notkun frá 1918-1962. Skipið gegndi merkum þætti í samgöngusögu Vestmannaeyinga og Skaftfellinga. Rakin er björgun þýskrar kafbátsáhafnar.
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um vandræði manns sem kynnist hinum villtu hliðum Chicago.
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um skrifræðisvandræði Nóa.
Hér er um að ræða fyrstu bókina af fjórum um Skytturnar. Hinar þrjár eru í yfirlestri á
Bókin Tólf þrautir Heraklesar kom fyrst út árið 1913 í þýðingu Þorsteins Erlingssonar. Í henni er rakin gríska goðsagan af Heraklesi (eða Herkúlesi ef við notum rómverska heitið). Bókin var ætluð börnum þegar hún kom út en þó er rétt að benda foreldrum á að lesa hana fyrst enda hafði fólk aðrar uppeldisfræðilegar hugmyndir á þeim tímum.