Námur Salómons konungs / H. Rider Haggard

Námur Salómons konungsNámur Salómons konungs er fyrsta bókin um ævintýramanninn Allan Qutermain en hann er talinn helsta fyrirmyndin að persónu Indiana Jones. Sagan fjallar um leit Quatermain og félaga hans að hinum goðsagnakenndu námum Salómons konungs í Afríku í nítjándu aldar.

Kindle / EpubHTML / Texti

Rétt er að nefna að þó bókin hafi á sínum tíma talist mjög frjálslynd í viðhorfum til svartra manna þá eru viðhorfin gamaldags á okkar mælikvarða.

H.C. Andersen rafbækur á alþjóðlega barnabókadeginum

Alþjóðlega barnabókadeginum er fagnað á afmælisdegi H.C. Andersen þann 2. apríl. Í ár mun Rafbókavefurinn (www.rafbokavefur.is) minnast dagsins með hjálp mennta- og menningarmálaráðherra klukkan 15:00 á aðalsafni Borgarbókasafnsins. Ráðherra mun birta bækurnar sem sjálfboðaliðar í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins hafa lesið yfir.

Efni á Rafbókavefnum er öllum aðgengilegt án endurgjalds.

Dreifði prófarkalestur Rafbókavefsins er opið verkefni sem hver sem er getur tekið þátt í. Markmiðið er að gera aðgengilegar rafrænar útgáfur bóka sem eru komnar úr höfundaréttarvernd sem og bóka sem höfundar hafa veitt leyfi fyrir að verði rafvæddar.

Þó við leggjum í tilefni dagsins áherslu á Ævintýri og sögur H.C. Andersen er rétt að benda á að fleiri rafbækur sem sjálfboðaliðar okkar hafa lesið yfir verða birtar þennan dag:

Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne
Fanginn í Zenda eftir Anthony Hope – þýdd af Ólafi Björnssyni
Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627 eftir Ólaf Egilsson
Námur Salómons konungs eftir H. Rider Haggard – þýdd af Einari Kvaran
Sagan af Natan Ketilssyni eftir Gísla Konráðsson

Þetta er fyrsti áfanginn í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins sem er rétt að komast af stað. Meðal efnis sem sjálfboðaliðar okkar eru að lesa yfir eru Hómerskviður og Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Mikið að gera – áfram svona

Eftir umfjöllun í Fréttablaðinu og Kastljósi hefur mikið verið að gerast á prófarkalestursvef Rafbókavefsins.

Í gær skráði tvöhundraðasti sjálfboðaliðinn sig í kerfið. Það segir þó ekki mikið því sumir lesa bara eina síðu og hætta síðan. Það gæti verið vegna þess að þeim þykir kerfið flókið eða óhentugt. Sem betur fer höfum við nýtt ábendingar notenda til þess að gera allt skýrara og um leið þýða meira af kerfinu og leiðbeiningunum á íslensku. Ýmsir vankantar kerfisins hafa líka verið lagaðir til og virka nú betur en áður.

Þeir sem hafa skráð sig en gefist upp á kerfinu ættu að kíkja á Spjallborðið okkar  (sumar útgáfur af Internet Explorer eiga erfitt með spjallborðið og aðra þætti kerfisins – við mælum með Firefox) og biðja þar um aðstoð.

Ef við lítum fyrir tölurnar bara fyrir febrúar (rétt rúmlega 11 dagar) getum við fengið innsýn í hvernig yfirlesturinn gengur.

  • Í P1 (fyrstu yfirlestrarumferð) hafa verið lesnar 1004 síður
  • Í P2 hafa verið lesnar 438 síður.
  • Í P3 28 síður.
  • Í F1 (fyrri formötunarumferð) hafa verið formataðar 9 síður
  • Í F2 hafa 35 síður verið formataðar nú.

Þetta er gríðarlega góður árangur en um leið sést að hættan er að fólk dreifi kröftum sínum ekki nægilega vel á milli umferða. Til þess að lesa í P2 og P3 þá þarf fólk að hafa lesið hið minnsta 50 síður í P1. Það eru því ekki nema fáir notendur sem geta lesið yfir efni í þeim umferðum og þeir þyrftu helst að setja krafta sína þangað.

Um leið er rétt að benda á að líklega hentar formötunarumferðin F1 best öðrum en þeim sem eru góðir að finna textavillur því er bætt við html kóða t.d. fyrir ská- og breiðletranir. Ef einhverjir hafa sérstakan áhuga á þeim umferð ættu þeir að láta vita sér á spjallborðinu.

Það væri gaman ef fólk myndi setja sér markmið fyrir hvern dag eða viku. 1-5 síða á dag til dæmis? Eða 20-30 síður á viku?

Það væri líka spennandi ef fólk myndi nota kerfið og búa til hópa í kringum verkefni eða ákveðnar yfirlestrarumferðir. Þannig væri hægt að nýta kraftana betur með því að beina þeim á sérstaka þætti yfirlestursins.

En um leið er ákaflega mikilvægt að dreifa upplýsingum verkefnið. Facebook og blogg virka vel. Bloggfærslur komu vefnum í Kastljósið og Fréttablaðið. Sá sem finnur fimm vini sem eru áhugasamir um verkefnið hefur þannig hjálpað meira en hann hefði getað gert einn með yfirlestri (maður getur samt gert bæði).

Prófarkarlestursvefur í prófun

BókaskanniFrá því að Rafbókavefurinn fór af stað hefur markmiðið verið að fá fleiri til að vera með. Nú er loksins komið að því að feta fyrstu skrefin í þessa átt.

Rafbókavefurinn hefur í dag til umráða bókaskanna sem var byggður af Svavari Kjarrval og Svavari Jóhannessyni. Markmiðið er að mynda bækur sem eru komnar út úr höfundavernd. Nú þegar hafa margar bækur verið myndaðar.

En það er bara hálfur sigur. Þegar búið að er að skanna bók þá þarf að setja skrárnar í gegnum ljóslestursforrit sem breytir myndum í texta. Því miður gera öll ljóslestursforrit mistök – sérstaklega á íslenskum texta. Það þarf mannsauga til að fara yfir textann.

Rafbókavefurinn hefur sett upp prófarkarlesturskerfi frá Gutenberg verkefninu. Það virkar þannig að hver sem er getur skráð sig og lagfært ljóslesinn texta. Það gengur þannig fyrir sig að prófarkarlesarinn fær annars vegar mynd af síðu og hins vegar texta sem hægt er að lagfæra. Markmiðið er að leiðrétti textinn verði eins og á síðunni.

Hér er rétt að leggja áherslu á að það á ekki að leiðrétta villur sem koma fyrir í á skönnuðu síðunni.

Á þessum tímapunkti er ekki verið að leita að sem flestum prófarkarlesurum. Vefurinn er ekki alveg tilbúinn og sérstaklega vantar upp á að íslenska kerfið og leiðbeiningarnar. Það er verið að leita að fólk sem vill prufa kerfið og benda á hluti sem eru óskýrir og mættu betur fara. Við erum að fara inn á síðasta prufustig áður en vefurinn verður „formlega“ opnaður.

Þegar fólk skráir sig á prófarkarlesturskerfið og er búið að staðfesta skráninguna fær það einnig aðgang að spjallborði sem er vel til þess fallið að ræða málin.

Allar bækur af Rafbókavefnum (19. apríl 2012)

Þann 30. janúar 2014 var búinn til nýr pakki með fleiri bókum.

Eftir hvatningu frá notendum Rafbókavefsins hef ég tekið allar rafbækurnar saman og látið í eina þjappaða ZIP skrá. Safnið í þessari skrá er ætlað fyrir Calibre rafbókaumsjónarforritið en það þarf þó ekki að hafa forritið uppsett (mæli þó sterklega með því). Allar bækurnar eru í bæði Epub og Mobipocket (Kindle) formi sem ætti að tryggja að allir geti lesið þær.

Þeir sem kjósa frekar torrent niðurhal (og vilja þannig létta álaginu af vefþjóninum) geta náð í þennan pakka á The Pirate Bay.