Lúkasar guðspjall

1

Þar eð margir hafa tekið sér fyrir hendur að setja saman frásögu um þá atburði, er fullgjörst hafa meðal vor, 2 samkvæmt því sem þeir menn hafa sagt oss frá, er frá öndverðu voru sjónarvottar og þjónar orðsins, 3 þá hefir mér einnig litist, eftir að eg hafði rannsakað alt kostgæfilega frá upphafi, að skrásetja það í röð fyrir þig, göfugi Teófílus, 4 til þess að þú skulir þekkja áreiðanleik þeirrar kenningar, er þú hefir verið uppfræddur í. Halda áfram að lesa

Markúsar guðspjall

1

Upphaf fagnaðarboðskapar Jesú Krists, sonar Guðs. 2 Svo sem ritað er hjá Jesaja spámanni: — Sjá, eg sendi sendiboða minn á undan þér, er búa mun þér veg. 3 Rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Greiðið veg drottins og gjörið beinar brautir hans;4 kom Jóhannes fram, sá er skírði í óbygðinni og prédikaði iðrunarskírn til syndafyrirgefningar, 5 og gekk út til hans gjörvöll Júdeubygð og allir Jerúsalembúar, og létu skírast af honum í ánni Jórdan, játandi syndir sínar. 6 En Jóhannes var klæddur úlfaldahárum, og gyrður leðurbelti um lendar sér; og fæða hans var engisprettur og villihunang, 7 og hann prédikaði svo mælandi: Sá er mér mátkari, er eftir mig kemur, og eg er þess ekki verður, að eg krjúpi niður til að leysa skóþvengi hans. 8 Eg skírði yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda. Halda áfram að lesa

Matteusar guðspjall

1

Ættarskrá Jesú Krists, sonar Davíðs, sonar Abrahams.

2 Abraham gat Ísak; og Ísak gat Jakob; og Jakob gat Júda og bræður hans; 3 og Júda gat Perez og Sera við Tamar; og Perez gat Esrom; og Esrom gat Ram; 4 og Ram gat Ammínadab; og Ammínadab gat Nahson; og Nahson gat Salmon; 5 og Salmon gat Bóas við Rahab; og Bóas gat Óbeð við Rut; og Óbeð gat Ísaí; 6 og Ísaí gat Davíð konung. Halda áfram að lesa

Fjórða saga herlæknisins: Maður hafnar hamingju sinni – Zacharius Topelius

Maður hafnar hamingju sinniHér er komin fjórða sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Fleiri eru í yfirlestri í dreifða prófarkalestri Rafbókavefsins. Ef þið viljið fleiri sögur þá getið þið hjálpað til við yfirlesturinn.

Sögur herlæknisins hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúma öld. „Þær eru hvorki meira né minna en tveggja alda saga Svía og Finna, eða landanna frá upphafi Gústafs Adólfs til Gústafs þriðja, framsett í skáldlegri búnings meðferð og með mikilli list og kunnáttu. Þær mynda samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. Umgjörðina myndar hinn hugsaði gamli finnski fræðiþulur, herlæknirinn Bekk. Hann býr eins og húsmaður hjá góðu fólki í Ábæ, og segir því sögur (á finnskan hátt) í ljósaskiptunum, þegar öll veröldin er komin í kyrrð og „amma gamla“ og börnin ásamt fáeinum húsvinum er sezt að uppi á kvistlofti karls.“

EpubKindleHTML (með myndum í þjappaðri skrá)Hrein textaskrá

Ilíonskviða – Hómer

IlíonskviðaIlíonskviða er annað tveggja frásagnarkvæða (epískra kvæða) sem eignuð hafa verið blinda kvæðamanninum Hómer. Hitt kvæðið er Ódysseifskviða en saman eru kvæðin kölluð Hómerskviður og eru elsti varðveitti skáldskapur Grikkja. Ilíonskviða gerist á síðasta ári Trójustríðsins en í því börðust Grikkir og Tróverjar. Ilíon er annað nafn yfir borgina Tróju við Hellusund. Hér er lausamálsþýðing Sveinbjörns Egilssonar, sem einnig þýddi Ódysseifskviðu.#

EPUB / Kindle / HTML (í þjappaðri skrá með myndum) / Hrá textaskrá