Ævintýri og sögur 3 – H.C. Andersen

Ævintýri og sögur - H.C. AndersenÆvintýri og sögur H.C. Andersen eru hluti af menningarvitund Vesturlanda. Vísanir í sögurnar auðga mál okkar. Við værum til að mynda fátækari ef við gætum ekki sagt að keisarinn sé ekki neinum fötum með vissu um að áheyrendur skildu hvað við ættum við. Hér er safnað saman þýðingum Steingríms Thorsteinssonar á þessum sögum.

Kindle (öll þrjú bindin í einu) / Epub (öll þrjú bindin í einu) / HTML + myndir (zip)Textaskjal

Í þessu bindi er að finna sögurnar: Hafmeyjan litla, Eldfærin, Förunauturinn, Brellni drengurinn, Murusóleyin, Rósarálfurinn, Ljóti andarunginn, Óli Lokbrá, Flibbinn, Engillinn, Litla stúlkan með eldspýturnar, Klukkan, Grenitréð, Vatnsdropinn, Paradísargarðurinn, Næturgalinn.

Rétt er að minna foreldra á að þetta eru ekki sögur eins og við finnum í dauðhreinsuðum bókum nútímans. Sumar eru hryllilegar og því er rétt að lesa þær yfir áður en þær eru lesnar fyrir börn.

Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627 (Reisubók Ólafs Egilsonar)

Lítil Saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627.Séra Ólafur Egilsson var meðal þeirra Vestmannaeyinga sem rænt var í Tyrkjaráninu. Hér lýstir hann ævintýralegri sögu sinni sem bar hann frá Vestmannaeyjum til Algeirsborgar, þaðan til Danmerkur með viðkomu í ýmsum Evrópulöndum og síðan aftur heim á ný. Á köflum er sagan átakanleg en einnig er hún forvitnilegt sjónarhorn Íslendings á veröld sem kom mjög svo ókunnuglega fyrir sjónum.

Kindle / Epub / HTML / Texti

Námur Salómons konungs / H. Rider Haggard

Námur Salómons konungsNámur Salómons konungs er fyrsta bókin um ævintýramanninn Allan Qutermain en hann er talinn helsta fyrirmyndin að persónu Indiana Jones. Sagan fjallar um leit Quatermain og félaga hans að hinum goðsagnakenndu námum Salómons konungs í Afríku í nítjándu aldar.

Kindle / EpubHTML / Texti

Rétt er að nefna að þó bókin hafi á sínum tíma talist mjög frjálslynd í viðhorfum til svartra manna þá eru viðhorfin gamaldags á okkar mælikvarða.

Mikið að gera – áfram svona

Eftir umfjöllun í Fréttablaðinu og Kastljósi hefur mikið verið að gerast á prófarkalestursvef Rafbókavefsins.

Í gær skráði tvöhundraðasti sjálfboðaliðinn sig í kerfið. Það segir þó ekki mikið því sumir lesa bara eina síðu og hætta síðan. Það gæti verið vegna þess að þeim þykir kerfið flókið eða óhentugt. Sem betur fer höfum við nýtt ábendingar notenda til þess að gera allt skýrara og um leið þýða meira af kerfinu og leiðbeiningunum á íslensku. Ýmsir vankantar kerfisins hafa líka verið lagaðir til og virka nú betur en áður.

Þeir sem hafa skráð sig en gefist upp á kerfinu ættu að kíkja á Spjallborðið okkar  (sumar útgáfur af Internet Explorer eiga erfitt með spjallborðið og aðra þætti kerfisins – við mælum með Firefox) og biðja þar um aðstoð.

Ef við lítum fyrir tölurnar bara fyrir febrúar (rétt rúmlega 11 dagar) getum við fengið innsýn í hvernig yfirlesturinn gengur.

  • Í P1 (fyrstu yfirlestrarumferð) hafa verið lesnar 1004 síður
  • Í P2 hafa verið lesnar 438 síður.
  • Í P3 28 síður.
  • Í F1 (fyrri formötunarumferð) hafa verið formataðar 9 síður
  • Í F2 hafa 35 síður verið formataðar nú.

Þetta er gríðarlega góður árangur en um leið sést að hættan er að fólk dreifi kröftum sínum ekki nægilega vel á milli umferða. Til þess að lesa í P2 og P3 þá þarf fólk að hafa lesið hið minnsta 50 síður í P1. Það eru því ekki nema fáir notendur sem geta lesið yfir efni í þeim umferðum og þeir þyrftu helst að setja krafta sína þangað.

Um leið er rétt að benda á að líklega hentar formötunarumferðin F1 best öðrum en þeim sem eru góðir að finna textavillur því er bætt við html kóða t.d. fyrir ská- og breiðletranir. Ef einhverjir hafa sérstakan áhuga á þeim umferð ættu þeir að láta vita sér á spjallborðinu.

Það væri gaman ef fólk myndi setja sér markmið fyrir hvern dag eða viku. 1-5 síða á dag til dæmis? Eða 20-30 síður á viku?

Það væri líka spennandi ef fólk myndi nota kerfið og búa til hópa í kringum verkefni eða ákveðnar yfirlestrarumferðir. Þannig væri hægt að nýta kraftana betur með því að beina þeim á sérstaka þætti yfirlestursins.

En um leið er ákaflega mikilvægt að dreifa upplýsingum verkefnið. Facebook og blogg virka vel. Bloggfærslur komu vefnum í Kastljósið og Fréttablaðið. Sá sem finnur fimm vini sem eru áhugasamir um verkefnið hefur þannig hjálpað meira en hann hefði getað gert einn með yfirlestri (maður getur samt gert bæði).