1
Upphaf fagnaðarboðskapar Jesú Krists, sonar Guðs. 2 Svo sem ritað er hjá Jesaja spámanni: — Sjá, eg sendi sendiboða minn á undan þér, er búa mun þér veg. 3 Rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Greiðið veg drottins og gjörið beinar brautir hans; — 4 kom Jóhannes fram, sá er skírði í óbygðinni og prédikaði iðrunarskírn til syndafyrirgefningar, 5 og gekk út til hans gjörvöll Júdeubygð og allir Jerúsalembúar, og létu skírast af honum í ánni Jórdan, játandi syndir sínar. 6 En Jóhannes var klæddur úlfaldahárum, og gyrður leðurbelti um lendar sér; og fæða hans var engisprettur og villihunang, 7 og hann prédikaði svo mælandi: Sá er mér mátkari, er eftir mig kemur, og eg er þess ekki verður, að eg krjúpi niður til að leysa skóþvengi hans. 8 Eg skírði yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda. Halda áfram að lesa





Ein besta skáldsaga Jules Verne er æsispennandi þeysireið Mikaels Strogoff sem er í sendiför fyrir keisara Rússlands. Á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum. Rétt er að benda á að sagan byggir á köflum á frekar ósanngjörnum staðalmyndum af þjóðum og þá sérstaklega Töturum.
Ung stúlka frá St. Kildu giftist enskum aðalsmanni en öfund og græðgi ógna ást þeirra.
Hér er um að ræða aðra bókina af fjórum um Skytturnar. Sú