1
Upphaf fagnaðarboðskapar Jesú Krists, sonar Guðs. 2 Svo sem ritað er hjá Jesaja spámanni: — Sjá, eg sendi sendiboða minn á undan þér, er búa mun þér veg. 3 Rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Greiðið veg drottins og gjörið beinar brautir hans; — 4 kom Jóhannes fram, sá er skírði í óbygðinni og prédikaði iðrunarskírn til syndafyrirgefningar, 5 og gekk út til hans gjörvöll Júdeubygð og allir Jerúsalembúar, og létu skírast af honum í ánni Jórdan, játandi syndir sínar. 6 En Jóhannes var klæddur úlfaldahárum, og gyrður leðurbelti um lendar sér; og fæða hans var engisprettur og villihunang, 7 og hann prédikaði svo mælandi: Sá er mér mátkari, er eftir mig kemur, og eg er þess ekki verður, að eg krjúpi niður til að leysa skóþvengi hans. 8 Eg skírði yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda. Halda áfram að lesa