„Bókin „Kvenfrelsiskonur“ eftir Stefán Daníelsson er orðin aðgengileg rafrænt. Sagan kom út árið 1912 til að andmæla réttindum kvenna og sýna fram á að þau leiddu konur í ógöngur. Áhugaverð lesning í nútíma samfélagi.“#
Greinasafn fyrir flokkinn: Skáldverk
Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur / Guðmundur Thorsteinsson
Fjórða saga herlæknisins: Maður hafnar hamingju sinni – Zacharius Topelius
Hér er komin fjórða sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Fleiri eru í yfirlestri í dreifða prófarkalestri Rafbókavefsins. Ef þið viljið fleiri sögur þá getið þið hjálpað til við yfirlesturinn.
Sögur herlæknisins hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúma öld. „Þær eru hvorki meira né minna en tveggja alda saga Svía og Finna, eða landanna frá upphafi Gústafs Adólfs til Gústafs þriðja, framsett í skáldlegri búnings meðferð og með mikilli list og kunnáttu. Þær mynda samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. Umgjörðina myndar hinn hugsaði gamli finnski fræðiþulur, herlæknirinn Bekk. Hann býr eins og húsmaður hjá góðu fólki í Ábæ, og segir því sögur (á finnskan hátt) í ljósaskiptunum, þegar öll veröldin er komin í kyrrð og „amma gamla“ og börnin ásamt fáeinum húsvinum er sezt að uppi á kvistlofti karls.“
Epub – Kindle – HTML (með myndum í þjappaðri skrá) – Hrein textaskrá
Skytturnar IV: Í fangelsi – Alexandre Dumas
Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexander Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.
Kindle / Epub / HTML / Hrár texti
Skytturnar III: Leyndarmálið – Alexandre Dumas
Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexander Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.
Kindle / Epub / HTML / Hrár texti
Svipurinn hennar – Harriet Lewis
Skytturnar II: Englandsförin – Alexandre Dumas
Hér er um að ræða aðra bókina af fjórum um Skytturnar. Sú fyrsta er þegar aðgengileg. Tvær eru enn í yfirlestri á dreifða prófarkalestursvefnum. Með þinni aðstoð verða þær fyrr tilbúnar.
Bókaflokkurinn skytturnar eftir Alexandre Dumas eru heimsþekktar. Þær segja frá unga sveitapiltinum d’Artagnan sem kemur til Parísar í von um að ganga í Skyttulið konungs. Pilturinn er full bráður en er fljótlega kominn í innsta hring baktjaldamakks frönsku hirðarinnar.
Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli – Anna Dóra Antonsdóttir
Voðaskotið er saga um voveiflegt dauðsfall vinnukonu og eftirmála þess. „Þar lá kvenmaður á loftinu og byssa undir henni. Hélt ég fyrst að yfir hana hefði liðið en þegar ég gætti betur að sá ég að hún var blóðug á höfði. Ég lyfti henni upp og sá þá að hún var dauð.“ Þannig fórust orð einu aðalvitninu í þessu sérstæða sakamáli sem aldrei var til lykta leitt. Yfirvöld hliðruðu sér hjá dómi en alþýða manna ekki og alþýðudómstóllinn er miskunnarlaus. VOÐASKOTIÐ er öðrum þræði saga 19. aldar mannsins, Hans Baldvinssonar frá Upsum. Höfundur sögunnar er einn niðja hans, Anna Dóra Antonsdóttir. Hún er fædd og alin upp á Dalvík og þekkir því sögusviðið vel. Í þessari bók varpar hún ljósi á sakamál sem legið hefur í þagnargildi í 160 ár.
Voðaskotið kom fyrst út árið 1998 og er í dreifingu á Rafbókavefnum með sérstöku leyfi Önnu Dóru. Hér að neðan má sjá ritaskrá hennar.
Anna Dóra Antonsdóttir: Ritaskrá