Hér er komin fjórða sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Fleiri eru í yfirlestri í dreifða prófarkalestri Rafbókavefsins. Ef þið viljið fleiri sögur þá getið þið hjálpað til við yfirlesturinn.
Sögur herlæknisins hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi í rúma öld. „Þær eru hvorki meira né minna en tveggja alda saga Svía og Finna, eða landanna frá upphafi Gústafs Adólfs til Gústafs þriðja, framsett í skáldlegri búnings meðferð og með mikilli list og kunnáttu. Þær mynda samanofinn sagnabálk með einni og sömu umgjörð og eins og með einum og sama rauða þræði í miðri uppistöðu vefsins. Umgjörðina myndar hinn hugsaði gamli finnski fræðiþulur, herlæknirinn Bekk. Hann býr eins og húsmaður hjá góðu fólki í Ábæ, og segir því sögur (á finnskan hátt) í ljósaskiptunum, þegar öll veröldin er komin í kyrrð og „amma gamla“ og börnin ásamt fáeinum húsvinum er sezt að uppi á kvistlofti karls.“
Epub – Kindle – HTML (með myndum í þjappaðri skrá) – Hrein textaskrá


Ein besta skáldsaga Jules Verne er æsispennandi þeysireið Mikaels Strogoff sem er í sendiför fyrir keisara Rússlands. Á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum. Rétt er að benda á að sagan byggir á köflum á frekar ósanngjörnum staðalmyndum af þjóðum og þá sérstaklega Töturum.
Hér er um að ræða aðra bókina af fjórum um Skytturnar. Sú
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um vandræði manns sem kynnist hinum villtu hliðum Chicago.
Smásaga eftir Mark Twain sem fjallar um skrifræðisvandræði Nóa.
Hér er um að ræða fyrstu bókina af fjórum um Skytturnar. Hinar þrjár eru í yfirlestri á
Hér er komin þriðja sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Þrjár til viðbótar eru í yfirlestri í
Hér er komin önnur sagan af fimmtán af Sögum herlæknisins í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Þriðja sagan mun birtast á morgun og þrjár til viðbótar eru í yfirlestri í